laugardagur, maí 22, 2004
Fór á Eldað með Elvis með Habby í kvöld. Halldóra systir kom í heimsókn í dag og gaf mér tvo miða, hún er að leika í því. En svo: Labbi, bróðir pabba fékk hugmynd um að láta afkomendur Mána-manna syngja bakraddir og hljóðfærast þegar þeir hita upp fyrir Deep Purple! Og ég er dóttir pabba míns!!
Pabbi, Raggi, Labbi, Smári og Gummi eru allir meðlimir hinna sívinsælu Mána, sem voru upp á sitt besta á árunum 1968-1975, Mánar frá Selfossi.
En já, ég er nú bara aðeins að monta mig :D :D
...fólk skilur það nú alveg...
Unnur Birna 23:12 #