föstudagur, apríl 16, 2004
Jæja, enn eitt einkenni alzheimer-young. Í dag stóð ég niðri á kennarastofu að bíða eftir að Korka talaði við Sigurlaugu. Já, ég heyrði milljón manns fara upp stigann og var að pæla í því og hugsa að fólk væri að fara í þýsku. Svo fer ég í rólegheitunum heim og æfi mig á fiðluna og píanóið. Sest síðan við tölvuna, fer inn á Muninn og sé þar allt í einu "kosningabarátta" ég sýp hveljur og lít á klukkuna, 13:59. Kosningar eru frá kl. 10-14. Já, ég hleyp af stað, hringi í Steinunni (veit ekki af hverju) kem 6 mínútum of seint og get ekki kosið!! Þessi sauðsháttur er nú engum líkur! Gleyma að kjósa!! Og ég stóð við hliðina á tröppunum sem liggja upp að kjörkassa! Og var að hugsa um það hvað mikið fólk væri í ÞÝSKU! Hvernig verður þetta í framtíðinni?? Tja, Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti ekki að hafa áhyggjur, hann myndi hvort eð er ekki fá mitt atkvæði! Ég ætti kannske bara að búa í landi þar sem einræðisstjórn væri! Þá þyrfti ég ekki að GLEYMA að kjósa!!
Oh, ég er nú meiri hálfvitinn...
Unnur Birna 14:30 #