
mánudagur, apríl 26, 2004
Jæja, ekkert að gerast hér! Enda er ég mjög tímabundin manneskja! Ójá!
Ó, líf mitt líður svo hratt hjá að ég sé varla út úr augum... Hvernig endar þetta? Mun ég deyja fyrir aldur fram? Mun tíminn verða lengur að líða þegar ellin kemur og ekkert verður að gera? Þá get ég nú sagt eins og maðurinn forðum: ,,Ein-gin stöðvar tímans þunga nið."
Prófin skella á og bráðum verða þau búin, höfuð mitt er fullt stærðfræðitáknum s.s. A á hvolfi, öfugu E, x, f (x), y og ég veit ekki hvað... Nú skil ég þetta með að stærðfræðinördum er hættara við geðveiki en öðrum. Ég get ekki meir!
Unnur Birna 19:13 #

