sunnudagur, apríl 11, 2004
Já, það hefur vakið áhuga, eða öllu heldur áhyggjur sumra lesenda, þetta með RALF!!!. Já, RALF!!! er ágætur.
En, ég var að koma að sunnan. Fermingarveisla Magnúsar Freys, við vorum fyrir austan um daginn í fermingu Ivor Storm McKenzie Ross. Yeah. Og við tókum svo fyndnar myndir af Gúa (frænda mínum) og ég, Ivor og Dilly (kona Gúa) vorum bókstaflega að deyja úr hlátri. Hmhúhahaha.
Í bænum hitti ég LYDIU og HULDU og við skemmmmmmtum okkur vel. Hjá Huldu eru vikugamlir, blindir og óstjórnlega sætir kettlingar!! Og ég gisti og lá á gólfinu hjá þessum litlu elskum. Á dýnu samt. Og þeir voru í kassa.
Ég fór til Lydiu í nýja húsið og þar hitti ég Davíð líka sem er nýbúinn að fá bílprófið, Kristínu litlu og heimilisföðurinn. EN hvað það var nú gaman. Við 'rifum' upp gamlar minningar, frá því í sumar, þegar við fórum á hestaleigu, fundum ekki staðinn og komum 20 mín of seint, en okkur var sagt að koma svona 20 mín fyrir. (við afsökuðum okkur með því að segja að okkur hefði verið sagt að koma 20 mín seinna, ekki fyrir (haha)) En jajaja, thetta var mjog gaman. Svo fórum við á kaffihús og hvaðeina. Nenni ekki að skrifa meira.
Unnur Birna 10:22 #