sunnudagur, mars 28, 2004
Jæja, var að koma inn úr dyrunum. Nú bendi ég fólki sem vill fá að vita hvað ég var að gera um helgina á að lesa ferðasöguna hér, því það er svo mikið mál að segja öllum allt alveg eins.
Sko.
Já, við keyrðum, ég, Anna, María og Gunnar óbó til Egilsstaða á fimmtudaginn var. Við mættum hreindýrahjörð og Anna trylltist og öskraði á Maríu að leita að myndavél, en María var hálfsofandi og hélt að hreindýrin væru kindur og skildi ekki allan þennan æsing. Ég hélt að ég væri að sjá ofsjónir, að hreindýrin væru bara ofskynjanir, en svo horfði ég á þau gáttuð, því þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hreindýr!
Jæja, æfing í Egilsstaðakirkju. Æfingin byrjaði kl. 19.00 og við komum 19.04. Ég fékk 2. fiðlu nótur heim og æfði þær, en kom svo þarna og sá að það var laust sæti við hliðina á Zbigniev en það var fyrir Martin í 2. fiðlu. En Guðjón frændi var með laust sæti í 1. fiðlu og Keith stjórnandinn sagði mér bara að setjast þangað og lesa 1. fiðlunóturnar - ekki auðveldustu nótur í heimi...
Ég ætlaði að gista hjá Öddu og Þór á Hallormsstað og var að velta vöngum yfir því hvernig ég kæmist þangað. Þá var sagt við mig að hann Jón færi þangað. Ég talaði við Jón, hann gekk upp að mér og tók í höndina á mér, heilsaði mér og sagðist heita Jón Guðmundsson. Hann spurði hvar ég væri í gistingu og ég sagði hjá Ásthildi og Þór... og þá trúði hann ekki eigin eyrum og sagði mér það að hann byggi í næsta húsi við þau og er fjórmenningur minn! (þ.e. langafi minn og hans eru bræður!!) Og ekki hafði ég hugmynd um það!!
Jæja, næsti dagur. Hinn yndislegi og frábæri Jón frændi náði í mig um morguninn og við keyrðum frá Hallormsstað til Egilsstaða. Við hlustuðum á hina frábæru í Mahavishnu Orchestra, oh hvað það er flott! (góð upphitun fyrir Bach...) Æfing í kirkjunni, meiri hluti kórsins ælandi. Ojjjj. Ekki það skemmtilegasta!! Hræðileg smithætta þar... En æfingar héldu áfram og gengu vel.
Svo var pása í nokkra tíma og Jón lánaði mér stofuna sína í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Adda kom til Egilsstaða og sótti mig og við fórum í búð og á Hallormsstað. Jón sótti mig og við fórum aftur til Egilsstaða og á æfingu og til baka aftur um kvöldið.
Jæja, laugardagurinn. Fór með Jóni frænda klukkan 15:30 og fór í spariföt og greiddi mér 15:25. Allt hafðist. Tónleikar gengu alveg ágætlega. Fór svo heim að passa frænkur mínar og var greitt allan tímann. Mjög þægilegt.
Dagurinn í dag. Vaknaði snemma og fór í bað. Elskulegi Jón frændi náði í mig og við fórum til Egilsstaða, og tókum RALF hinn mikla með okkur og keyrðum alla leið til Eskifjarðar til að spila á tónleikum þar. Ralf er þýskur píanisti og svo elegant og fallegur og skemmtilegur og fyndinn. Hann var að spila líka í desember þegar ég var spila. :) :)
Svo gengu þessir tónleikar betur miklu betur og frábærlega vel. Við fengum okkur að drekka og fór ég síðan með mínum ástkæra frænda, Jóni, og mínum heittelskaða, Ralf aftur til Egilsstaða. Við töluðum um margt og mikið, og hlógum eins og hundrað manns. Jón sagði ''silungasúpa'' og Ralf (sem er ekki orðinn nógu sleipur í íslensku) hélt hann hafa sagt ''sílíkonsúpa'' og þegar maður étur sílíkonsúpu blása út varir og aðrir líkamspartar sem algengt er að setja sílíkon í ...
Jæja, svo komum við til Egilsstaða og Ralf KYSSTI MIG OG FAÐMAÐI (og Jón frændi líka) og svo fór ég inn til skólastjóra Tónó á Egilsst. og hitti þar skækil mikinn og stóran og talaði við hann allan tímann. Svo kom Anna og við fórum með fólkinu að borða og svo heim.
Við María vorum í hláturkasti alla leiðina... og !! Hreindýr gengu yfir veginn hjá okkur!!
Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag!!!
Unnur Birna 23:01 #