
sunnudagur, mars 14, 2004
Byggingarlist
Barokk
Á nútímamenn verkar barokkskraut í bókstaflegum skilníngi einsog óþrifnaður. Í þessum þúnglamalega íburði þar sem eingin lína er óbrotin, einginn flötur fær að vera í friði fyrir einhverju vængjuðu marmaradrasli, skjaldarmerkjum, vopnum og fánum úr steini, eða blómskrúði úr gyltum málmi, skynjum við aðeins hávaða og belgíng, sama máli gegnir um þessar endalausu súlur þeirra og súlnaraðir sem ýmist hánga utaná húsunum eða standa undir aungvu, við eigum bágt með að finna í þeim meira listrænt gildi en til dæmis pylsum.
Halldór Laxness: "List í Róm" í Reisubókarkorni
Unnur Birna 20:21 #

