þriðjudagur, febrúar 03, 2004
Komin heim jej, skólinn byrjaður, ég er með heimsins verstu stundatöflu, ég sagði mig úr Lista og menningarsögu (LIM103) hjá Hr. Sigurði Ólafssyni þannig að ég fæ hádegishlé á mán og mið - annars hefði ég þurft að vera í the school frá 8-4 án matar. Það á bara að svelta mann! Maður deyr úr hor! Tónó alltaf beint á eftir skóla og í þriggja tíma eyðum á þriðjudögum. Kem dauðþreytt heim og á þá eftir að læra og æfa mig á öll heimsins hljóðfæri. Nenni ekki að vera í strengjasveitinni, er að byrja í jazzstandardahljómsveit Tónó og voða gaman. Alltaf vesen með að finna æfingatíma.
Ég náði öllum prófunum, vel yfir, en vildi þó fá að sjá aðeins hærri tölur. En tölur segja svosem ekkert, maður lærir fyrir sjálfan sig - tölur segja ekki mikið um gáfur manns í alvöru.
Samt eru sumir hálfvitar og kvartvitar.
Unnur Birna 18:41 #