fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Ég var næstum því búin að kveikja í húsinu. Ég var að poppa, af því að mig langaði svo mikið í popp, og fór að spila á píanóið á meðan. Svo fór ég inn í eldhús og sá að allt var í þoku. Ég opnaði örbylgjuofninn og reykur kom á móti mér, mig sveið hræðilega í augun og ég hljóp út á svalir eftir að hafa opnað alla gluggana í húsinu. Poppið var svart og brúnn vökvi lak út um allt. Örbylgjuofninn er gulur að innan og ógeðsleg fýla af brenndu poppi er um allt hús. Síðast þegar ég kom nálægt eldhúsinu átti ég að sjóða fisk, það fór svo að það sauð upp úr, yfir allt borðið, yfir allt eldhúsið, inn í alla skápa og skúffur og ég var næstum því búin að skemma parketið.... Hvað segir þetta mér?
Xek êr soxrehadulek xi eltuxhy!
Unnur Birna 18:30 #