mánudagur, janúar 12, 2004
Óðinn, Loki og Hænir fóru í ferð, urðu hungraðir og drápu uxa þegar þeir komu í dal og elduðu, en hann vildi ekki sjóða. Örn í trénu yfir þeim lofar að láta sjóða ef hann fái að éta fylli sína af uxanum. Hann étur strax annað lærið og báða bógana og Loki reiðist og lemur hann með stöng, en stöngin festist í erninum og Loki er fastur á hinum endanum. Örninn flýgur með Loka og lætur hann slást í og strjúkast við allt sem fyrir er og ferðinni lýkur ekki fyrr en örninn lætur Loka lofa að koma Iðunni með eplin út fyrir Ásgarð. Loki platar Iðunni út fyrir með því að þykjast hafa fundið betri epli og biður hana að skipta en Þjasi kemur fljúgandi og tekur Iðunni með sér í Þrymheim.
http://www.ma.is/kenn/svp/kennsluefni/skaldskaparmal.htm
Unnur Birna 15:46 #