laugardagur, janúar 31, 2004
Ég er nú í Garðabænum kom í bæinn í gær með mínum ástkæra ylhýra frænda, Birni jájá, það var erfitt að komast frá Selfossi - Labbi (pabbi Bassa eða Björns frænda og bróðir pabba) hringdi 2 svar, við þurftum að snúa við, rétt hjá Hveragerði og keyra nokkra hringi um Selfoss áður en við komumst upp á Heiði. Fallegt veður, alveg yndislegt, Bassi þurfti að hlaupa inn í Kringlu og mætti engum nema sílíkon meik gellum með aflitað hár og köllum með derhúfu, voðalegir súkkulaðigæjar. En já svo fórum við Hulda í bíó í gærkveldi á Big Fish og við gengum í Kringlunni í dag, tókum strætó og fórum niður í bæ og á Café Paris. Það var indælt. Svo er ég að passa Auði Brá og Önnulísu, frænkur núna. Allir að fara að sofa, góða nótt.
Unnur Birna 22:42 #