mánudagur, nóvember 17, 2003
JÁ! Ég var að keppa í LEIKHÚSSPORTI sem var í Reykjavík nú um dagana. Það var afar skemmtilegt og kynntist ég mörgum svakalega skemmtilegum krökkum. MH vann enda með þaulreynda leikara þar um borð, FG með mikið og sterkt stuðningslið var í 2. sæti og svo hið frábæra lið Kvennó í því þriðja. meeeeee, við vorum í 4. sæti en það er gott, miðað við að við höfum ekki gert þetta áður.
En já, þetta var mjög skemmtilegt og vona að hægt sé að endurtaka þetta næsta ár. Ég þakka líka okkar frábæra og sterka tveggja kvenna stuðningslið okkar sem stóð við bakið á okkur í þessu, Gunnhildur og Fríða nei Stína, Lína æji...
Og svo náttúrulega honum Skúla Gautasyni, sem þjálfaði okkur svona líka.
Ég sakna krakkanna, ég vil fara suður, í MH og FÍH. Allt í rugli í Tónó núna... hjálp, allir að verða klikkaðir, ég er hætt að hleypa fólki of nærri mér, ekki er hægt að treysta öllum jafnvel. Ehemm!
En elsku besta Hulda mín, ég get sagt þér allt alltaf allavega! ;)
Og já! Við lentum í smá eða... ekki ég heldur Ari og Gunnhildur (við sögðum -ara brandara samfleytt frá Borgarnesi til Blönduóss - eigum við ekki að koma í einhvern leik Ari??) já, en Ari var hehehe, yfirheyrður (fyrir misskilning), löggan hann JAKOB úr Kópavogi, hringdi í Gunnhildi og hún trúði honum ekki og sagði, þegar hann spurði hvar Ari hefði verið milli klukkan 22 og 23, að hann hefði horfið og komið aftur tilbaka blóðugur. Hehe, löggan sem betur fer fattaði að hún trúði honum ekki, en loksins gat hann sannfært hana og hér með trúir Gunnhildur öllum. En við sömdum vísur um þetta vesen, og fleira jú...
Í yfirheyrslu Ari fór
allt þá fór í klessu.
Gunnhildur drakk gamlan bjór
og gerði mál úr þessu.
Kobbi lögga kom þar að
kannaðist við málið.
Hugðist Ara höggva í spað
og hend' onum á bálið.
Steinunn litla strák hún fann
strax hún vildi kyssa
hreyfð' ún sig og hristi hann
hrædd um hann að missa.
Valgerður át vítamín
vissi ekki um Hóu.
Sagði hún: "Ó systir mín,
spunaliðin dóu!"
-svo á ég eftir að gera vísu um mig og eh já... um -mig.
Unnur Birna 23:01 #