þriðjudagur, september 23, 2003
Í gær kom kall í tónlistarsögu. Frá Austurríki. Hann þóttist vera einhver gúrú og prófessor en sagði svo bara: "Mozart
wa-wa-was very famous-s-s, bo-bo-born in Salzburgh, I will let you hear The Symphony number 40. Have you heard it? I-i-is allright I play it?" Oh.... hann var svo stressaður og rauður í framan en hvítur fyrir neðan augun. Oj, ég átti svo bágt með mig fyrsta klukkutímann ég var alltaf að fara að hlæja, reyndi að dylja það með því að brosa (gat ekki varist brosi) og þóst bara hafa svona mikinn áhuga á þessu. Í byrjun var eins og hann hæti ekki andað eða eitthvað. Æj, grey maðurinn. Æh, ég er ekki í neinu hlæj-stuði núna og er hálfslöpp eitthvað og bara dey bráðum, þannig að ég get ekki skrifað um þetta...
Hjálp...
Unnur Birna 22:12 #