Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

JÆJA! Þá er Djangóhátíðin mikla afstaðin. Námskeiðið byrjaði fyrir akkúrat viku, og var því lokið með heljarinnar tónleikum á föstudaginn var. Þar spilaði námskeiðsfólkið ásamt Robin Nolan tríó (skipað Robin Nolan, bróður hans Kevin Nolan og svo nýja bassaleikaranum, Simon Planting sem reykir alveg ofboðslega mikið). Randy Greer var á námskeiðinu frá fyrsta degi, en það er besti og fallegasti söngvari í heimi. En þegar hann byrjar að tala... þá er engin leið fyrir aðra að komast að. ;) Það er dálítið fyndið.
Já, en fyrsta daginn gat ég bókstaflega ekkert spilað, við vorum að læra 'licks' sem eru svona hugmyndir um það hvað hægt er að gera í sólóum. Þetta er náttúrulega aðallega hannað fyrir gítara, en ég var helmingi lengur að ná þessu, sérstaklega þegar við vorum alltaf að skipta um tóntegundir. (gítararnir gátu bara verið í sömu stellingu með fingurna og fært upp og niður að vild, en ég þurfti alltaf að baksa með fjárans fingrasetningar, spila es, as og b og svoleiðis skemmtilegar nótur...)

En annan daginn lagaðist mikið. Svo var ég farin að geta spilað ágætis forspil í Dark eyes, og það var verulega gaman. Svo tók ég smá Sardas í sólóinu þar og það var ennþá skemmtilegra (þegar ég byrjaði að fíla mig virkilega og fór að spila sterkar leit Rob á Kevin með svona 'hvað-er-að-gerast-svip' ef einhver veit hvað ég á við.) Já, hehehe. Mont.
En svo kom George Washingmachine, fiðlari og söngvari. Hann er bráðgóður og afar fyndinn. Hann heitir í raun Steve Washington, svona eins og George Wasington en breytti því í George Washing...machine. Hverjum hefði dottið það í hug nema honum...
En já, hann kenndi mér nokkur fiðlulicks, sem voru einfaldari en sum gítarlicksin. Eins og t.d. 'diduridi-diduridi-diduridi-diduridi-diii' í Sweet Georgia Brown. Það er gaman að spila það. :D

En já, svo komu tónleikarnir okkar. Kvöldið áður, á fim. var RNT að spila og það var stórglæsilegt, eins og alltaf. (Korka manstu??? Spojjjojj, næstum því á Öððgubbbwwðegubb) HAHA. Já, það var gaman. En svo var ég að spila kvöldið eftir. Þá var Judy, konan hans Robins viðstödd. Sándtékkið var fyndið, ég var að reyna að kenna Gogga Þvottavél að segja 'Unnur' (fólk virðist ekki getað borið fram r-ið á réttan hátt, vill alltaf enda á S) svo þegar hann var að segja mér hvar ég ætti að sitja, þá sagði hann: "Unnurrrrrrrrppffft, come here and..." Já, það var asnalegt. En það er ekkert miðað við þá segja 'Haukur.' HAHA. Það endaði með því að hann var kynntur sem 'The Hawk.' En þegar Goggi kom upp á sviðið þá var það fyndið. Hann var svo afslappaður að það var ekki venjulegt. Hann lagðist eiginlega í stólinn, hann var ekki að hugsa ‘Já, ég er kominn til að spila...’ heldur: ‘Jæja, nú verður gaman!’ Fór úr jakkanum og dró upp vídeókameru. Hann lét eins og hann væri heima hjá sér... eða nei, hann var verri en heima hjá sér!

Já, hehe. Svo var það barasta alltaf hann Simon bassaleikari sem var að segja hvað pilsið mitt væri flott og var lengi að stúdera litinn á því, brúnt eða rautt eða fjólublátt... Hehh, já. Eftir tónleikana var voða fjör. Ég og Goggi Þvotta fórum að spila á píanóið, blús. Já! Svo kom Paul Weeden gamli og spilaði með og Randy að syngja og bara allt. Þetta var allt voða gaman. Svo ætluðum við Korka á Karólínu en við hættum við því vorum nýbúnar að kveðja alla, það yrði svo asnalegt að koma bara allt í einu: “VIÐ ERUM KOMNAR AAAFTUR MÚHAHA!!!” Nei, svo var líka Öwwððbvðegubbgubb þarna líka og við vildum ekki hitta það. Svo við fórum heim. En jæja. Svo var það aðalkvöldið. Grand Finale á Glerártorgi, ég vorkenni þeim sem misstu af því! Það var svo gaman að það er ekki hægt að ímynda sér (sérstaklega þennan líka frábæra fiðluleikara sem tók sóló í lokin!!) Fyrst byrjaði Hrafnaspark, Ólafur Haukur, Pétur og Jói svo kom Bjössi Thor með sínar fingraæfingar og Jón Rafns. Goggi Þvotta kom svo og spilaði með þeim. Svo kom hlé og ég talaði við einhverja og ég fór á klósettið og ég fékk mér ekki vatn og ég gerði hitt og þetta, gaf Judy og Robin brúðargjöfina reydar gerði ég það fyrir tónleikana og svo bara blablabla.

Eftir hlé kom Robin Nolan Trio, það vildi þannig til að þegar kynnirinn kynnti þá, var ég stödd á klóinu. Svo fór Paul Weeden að dansa og á eftir honum komu 7 eða 8 konur, og dönsuðu þau í röð milli borða og stóla. Maðurinn á 18 börn út um allan heim með 20 konum (haha) og hefur verið giftur... tjah, nokkrum sinnum. Já, svo var Randy kallaður upp á svið til RNT og hann söng með sinni súkkulaðimjúku rödd. Því næst kom Weeden gamli og söng með Randy. (þeir eru báðir með yndislega fallegan brúnan hörundslit og fallegar raddir eftir því.) Já, svo spilaði George og Ian og Jan og því næst... reyndar spiluðu þeir á undan RNT, en það skiptir ekki máli hér.... já, svo komu allir upp á svið! Allir sem tóku þátt á tónleikunum. Jæja, Sweet Georgia Brown var spiluð og allir með.

En þegar mér er litið upp á svið eftir að hafa verið að leita að e-u í töskunni minni sé ég að George stendur og beinir fiðlunni sinni niður af sviðinu, í átt að mér. Ég varð bara hrædd og var ekki að ná því að hann var að meina það að láta mig koma upp á svið og spila sóló. (síðast þegar ég spilaði sóló í þessu lagi hljómaði það eins og ég veit ekki hvað). Svo var það Jóna Björg sem sparkaði stólnum mínum út á gólf eftir að Korka var búin að segja mér að fara upp á svið og þá loksins lét ég til leiðast og stökk upp tröppurnar.
Þá treður George fiðlunni framan í mig (hann notar engan púða, það var skrýtið að halda á fiðlunni hans) og ýtir mér fram á svið og ég byrja að spila! Ég vissi ekki hvað ég myndi gera ef þetta yrði eins ljótt og síðast, en það varð alveg ágætt, að sögn gesta og þeirra (hehe svo tók Goggi þetta líka upp á kameruna og ég fékk að hlusta eftir tónleikana). Ég bara VARÐ. Mont. En já, ég rétt gat komist niður af sviðinu með brosið í kringum hausinn og titrandi lappir. Þetta gerðist allt svo snögg maður! Ég vissi ekkert hvað ég var að spila, horfði bara á puttana á mér gera eitthvað!!

Svo kom að því að við fórum á Karólínu (kaffihús). Ég og Korka tróðum okkur í bíl Löllu ásamt kynninum, henni Örnu, Jan og Simon. Við vorum allt of mörg... Það vildi svo skemmtilega til að löggan var að mæla svona dót og stoppaði okkur og Lalla þurfti að blása... Niðurstaðan var; hún átti bara að fara heim! Jæja, við hittum allt fólkið á Karó og það var sungið og trallað (og Kevin horfði alltaf svo fallega á mig og sagði undrandi “You’re so beautiful!” kannske var hann að tala við George, sem stóð fyrir aftan mig.)
En já, við Korka vorum þarna alveg heillengi og fannst gaman. Svo kvöddum við alla með kossi, nema grey Helga Vilberg sem stóð þarna og við vinkuðum honum bara...

En svo í fyrrakvöld var mér og pabba og mömmu og Dagnýju boðið í mat til manns sem er í stjórn Djangófestival. Þar var allt liðið, George, Ian og Jan, Robin, Kevin, Simon, Haukur, Pétur og Járnbrá, Paul Weeden, Randy, Jón, Lalla, Judy og milljón manns. Þetta var ógurlega gaman, við sungum og horfðum á myndband um Weeden og spiluðum og töluðum við Randy, reyndar talaði hann við okkur, við Lalla hlógum að fólkinu í næsta húsi og Dagný og mamma eltu köttinn í því húsi. Svo kenndi ég Gogga og Kevin að segja þvottavél, Simon gekk um og sagði ha, og Robin sagði alltaf og. Og þvottavél ha? (í staðinn fyrir og vodafone. Haha, nýtt þvottavélafyrirtæki) Eftir þetta fóru mamma og pabbi og Dagný heim, en ég og Kevin löbbuðum niður á Karólínu (sem er annað heimili manns á meðan þeir eru hérna). Hann gaf mér appelsín :D og svo kom fólkið hitt og ég talaði við þau. Judy og Robin margbuðu mér að koma og vera hjá þeim þegar ég kæmi til Amsterdam og svo koma þau kannske um jólin! Jibbí!

Núna er ég búin að skrifa það sem ég ætlaði annars að skrifa í dagbókina mína, en eins gott að ég gerði það ekki, því þá væri ég með skrifstífkrampa í hendinni.
Aumingja sá eða sú sem hefur verið að kíkja í fyrsta sinn á bloggið mitt, ég veit um a.m.k. eina manneskju, kemur aldrei aftur vegna þessarar 2ja og ½ bls. ritgerð sem ég hef skrifað um djangódjasshátíðina.

Váh, ég er búin að skrifa þetta allt í einum rykk, ég ætla að fara og anda.
(ég bætti inn nokkrum linkum)

Unnur Birna 22:05 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG