Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Já. Í gær var hin svokallaða Menningarvaka eða Akureyrarnótt æhj, hvað sem fólk vill kalla þetta... Akureyrarvaka já.
Ég var að spila á Bláu könnunni með Guðjóni Pálssyni píanóleikara frá 20-22, það gekk bara eins og það gekk. Svo fékk ég mér göngutúr niður í bæ, hringdi í Huldu en svo varð batteríið hennar búið af símanum svo sambandið slitnaði. En já, ég gekk þarna um, mætti Valgerði og Sólveigu, heyri svo að Haukur er að koma aftan að mér og við löbbum svona 35 hringi eða 36, man það ekki, í bænum reynum að ná sambandi við Teit og hann sagði að hann og Som, Anna og Jón og Bensi væru á tískusýningunni. Tískusýningunni já. Við Haukur löbbuðum nú 140 hringi í leit að þessari tískusýningu, ákveðum svo að labba bara upp Gilið og eitthvað, þar var verið að spila örugglega Mozart. En svo kem ég auga á hann Teit sem stendur þarna og veifar til okkar. Þarna var þá tískusýningin, ekkert smá fyrirferðamikil, gat ekki verið augljósari, Mozart alveg á milljón og eldur úti um allt. Hehe, þetta var of augljóst fyrir mig... og Hauk.
En já, svo bara fórum við í Lystigarðinn stóðum undir risaösp með ljóskastara sem Som var svo spenntur fyrir að sjá. Við hlógum þarna stanslaust. Svo reyndum við að fara heim, en við vorum bara ekkert skárri en Ameríkanarnir, gátum ekki gengið og talað í einu, og vorum alltaf að stoppa og tala og tala og tala og tala... (o.s.frv.)
En Dónald og Helga Mattína, bjartsýnasta manneskja í heimi :) eru hér.
Ég er farin að sofa. Góða nótt.

Unnur Birna 23:38 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG