föstudagur, ágúst 01, 2003
JÁ! Hulda er snillingur (snillinga í kvk)!!! Hún bjó þetta nýja lúkk til fyrir mig!! Er þetta ekki æðisleg vél?! The Queen of the Air, Júbó, Boeing 747-400. Þvílíkur gripur! Ég fór í B747 í fyrsta sinn er ég steig upp í þotu. Þá fékk ég delluna. Og þá líka mikla dellu. Svo kviknaði allt aftur, þ.e. Fáfnir dustaði rykið af dellunni minni og lét mig í fangið á Ragga sem lét mig fljúga Piper Tomahawk PA-38-112 TF-FAD. Það var æði. Já, ég var að koma af fáránlega góðum Heitum fimmtudegi í Deiglunni, þar sem SCHPILKAS var að spila. Haukur Gröndal á klarinettu (þvílíkur snilli) og systir hans Ragnheiður Gröndal söng fáein lög.
Helgi Sv. Helgason trymbill, Peter Jörgensen á bassa og Nikholas Kingo á nikku (Nikku Láki). Þau spiluðu tónlist með egypsku ívafi og það var þvílík stemning! Hr. Gröndal hafði ofboðslegt úthald og þandi nettuna upp og niður, og spilaði tóna sem ég barasta hélt að væri ekki hægt að spila á klarinett. Eða sjóaraleiðis. En ég er farin á skýinu mínu upp í rúm að lesa Dostojevskí. Takk fyrir mig og góða nótt.
Unnur Birna 00:43 #