föstudagur, ágúst 22, 2003
Hæhæ. Hér er voða lítil umferð sé ég. Jæja, en hvað um það. Nú er ég að lifa í draumaheimi. Ég gisti hjá Ingu frænku í Sörlaskjólinu og svo fór hún til vinnu eldsnemma í morgun. Ég er þá ein heima, í frönsku íbúðinni hennar og ímynda mér að ég búi hérna og sé í París. Ce la vie!
Ég er að hlusa á Ellu Fitzgerald og fleiri afburðar jazzista á disknum Pottþétt djass. Mæli eindregið með þeim diski.
Já, ég fer á hestbak núna um tvö-leytið með henni Lydiu frænku (eintómir ættingjar hér) svo á ég eftir að hringja í Huldu, en hún er eflaust ekki vöknuð, klukkan er tíu að morgni. (klukkan á þessu bloggi er eitthvað bækluð ekki taka mark á henni, klukkan er TÍU).
Já, en svo bara hvet ég alla til að lesa hér um djangóhátíðina miklu hér fyrir neðan. Mig langar líka að setja upp síðu þar sem maður getur skrifað draumana sína (mig dreymdi hátíðina um daginn og flugvél með þyrlu í bandi sem var með bíl í bandi og allt var að fljúga svo fóru þyrlan og flugvélin í hring en þá lamdist bíllinn í jörðina - dæmi um það að ég á að læra flug en ekki á bíl - og þá hlupum við Jón Hlöðver að bílnum og björguðum fólkinu og sögðum því að koma á django...) Eh, já. En ég kem kannske einhverntíman heim, vonandi.
Ég var að æra þakmennina hér með eintómu spileríi, fiðlan hefur góðan tón núna og ég ætla að halda áfram að spila þangað til að mennirnir sem eru að skipta um þak detta niður. MÚHAHA. Já, ég svaf undir beru, himni í nótt. HAHA.
Unnur Birna 10:13 #