mánudagur, ágúst 25, 2003
Ég fer heim í kvöld. Ég fór með Ingu Þóru á Grænan kost í gær og svo á jazztónleika með Sunnu Gunnlaugs píanó, Kristjönu Stefáns söng, Gunnari Hrafns á bassa, Sigga Flosa á saxa og svo var trymbillinn Erik Quick. Dúndur gott.
Í fyrradag sá ég svo Sunnu Gunnlaugs og JÓEL og fleiri að spila á Jómfúnni. Það var sko æði. Það er virkilega gaman að horfa á Jóel! (Inga Þóra var sammála).
Já, en ég ætla að drífa mig niður í bæ, geng þangað eins og vanalega, maður er 20 mín að rölta þetta, fer Hofsvallagötu og svo Miklubrautina, í gegnum Hljómskálagarðinn og svoleiðis. En ég fór fyrst framhjá flugvellinum, það var gaman og ennþá skemmtilegra, því ég sá mynd í Mogganum í dag af Stuðmönnum í Rússneskri vél, og það var meira að segja kvikmyndatökuvél á staðnum! Þetta hlýtur að vera atriði í nýju myndinni þeirra, og ég varð viti að því!!! Þau keyrðu vélina að myndavélinni og vinkuðu svo. Ég var að pæla í hvort væri að gera frétt eða heimildarmynd, en þegar ég sá þetta í Mogganum þá komst ég að því að þetta voru Stuðmenn.
En ég sá líka vélina TF-TOH við Hulda verðum að eignast hana! ;)
Jæja, ég er farin. Bless þeir sem lesa, hinir mega bara hoppa upp í baslötin á sér.
Unnur Birna 10:04 #