sunnudagur, ágúst 03, 2003
Æfa, æfa, æfa og aftur ÆFA. Nú á ég að spila á einhverri handverkssýningu í Eyjafirði á laugardaginn næsta. Þema: kýr. Konan spurði hvort ég gæti fundið einhver lög um beljuna. Blah, ef það eru til einhver lög um kýr þá eru þau örugglega leiðinleg. En, nú er að finna svona létt jazzlög; Autumn Leaves, Summertime, Moon River og e-ð svoleiðis. Kannske e-ð íslenskt líka. Svo er ég búin að æfa skemmtilegu sónötuna og konsertinn og svo eru það Django-lögin. Námskeiðið byrjar ekki á morgun heldur hinn. En ég stefni að því að nýta mér þá klassísku menntun sem ég hef fengið í Tónó hér á Akureyri, þetta er alls ekki besti skóli sem völ er á, hljómfræðin er svo fáránlega kennd, (ekkert persónulegt til Íbba) við fáum ekkert að heyra hvernig þetta sem við erum að skrifa hljómar! Út í Hróa hött. En ég æfi mig og bíð þess að þessu ljúki, eða hætti og fer í einkatíma hjá einhverjum skemmtilegum, og svo sendir pabbi mig í virtan jazzskóla, hann er með nokkra í huga. Ég vil samt ekki fara til Ameríku, Guðlaug og Vignir voru í Konunglega Jazz Háskólanum í Haag í Hollandi, en það er víst ekkert sérlega aðlaðandi bær... Mig langar til Parísar og læra þá ekki bara á fiðluna heldur líka á píanó og söng. En ég verð líka að læra flug, já, ég tek atvinnuflugmanninn og verð í FÍH fyrst, verð að muna að vinna í lottóinu - gleymi því alltaf.
Þetta reddast.
Unnur Birna 13:44 #