laugardagur, ágúst 30, 2003
Eigi veit eg hvað er að gerast. Ég er að breytast í eitthvert tölvunörd maður. Ég veit ekki hvernig, en þó, ég kynntist ítölskum dreng sem heitir Luigi í gær (ég tek aftur fram; ég veit ekki hvað ég gerði). Ég held að hann sé 19 ára (ekki nema hann sé 65 ára lítill, feitur og sköllóttur mafíósi) og hann er ekki heima hjá sér næstu 10 daga, heldur hjá frænda sínum og getur ekki sent mér mynd af sér fyrr en hann kemur heim. Ég gerði samning; hann fær heldur enga mynd fyrr en ég fæ hans. :oD Hann varð svekktur yfir því, en það var allt í lagi. Hehe, ég gaf mig sko ekki! :) :) :)
Ég er að fara að spila á appelsínugulu eða bleiku eða grænu eða hvernig sem þessi kanna er á litin, annaðkveld með byllifyttunni nei, má ekki segja svona...
En jáneijúvíst ég er hætt að tölvunördast í bili.
Og eitt að lokum: Þetta blogg er sérstaklega hannað fyrir Som.
Unnur Birna 00:10 #