laugardagur, júlí 26, 2003
Já. Það var gaman að hitta Laugaliðið í gærkvöldi. Ég var með Huldu hér með mér og við skruppum niður í bæ og hittum varginn. Þetta var afskaplega gaman, endurfundir (aðeins öðruvísi, því síðast þegar ég var með þeim svona öllum þá voru þau svona 7-11 ára gömul...) Jæja, en þetta var samt gaman, hlýtt í veðri ég keypti mér húbba búbba, bæði venjulegt og með jarðaberjabragði og tuggði það allt kvöldið. Jú, svo gaf ég Arnþóri eitt tyggjó og Huldu og einhverjum gaur sem ég hef aldrei séð áður en Þorbergur sagði að hann vildi tyggjó...
Já, svo vorum við Hulda bara að passa þá sem voru ekki alveg á já... nei nei. Þetta var fínt, eltum bara og reyndum að segja fólkinu að vera ekki í einhverju porti þar sem fólk bjó... Það gekk ágætlega. Svo gekk einhver karl framhjá okkur Huldu þar sem við sátum og vorum að hvíla lúin bein eftir gönguna miklu og spurði hvað syngi í okkur. Ehh... já svo komu strákarnir og fóru að tala við grey kallinn. En við vorum samt að drepast úr hlátri. Við Hulda. Og Ása fannst þetta fyndið líka. Svo kom Þorbergur og spurði: "Af hverju er þessi maður að tala við okkur??" Tjah, hann var örugglega búinn að drekka e-ð sterkara en vatn. Karlinn sko. En já, þetta var fyndið, mjög fyndið eiginlega og gaman að hitta alla æskuvinina svona á einum stað. JÁ! Ég verð að segja hverjir þetta voru:
Þorbergur, Ási, Björn, Jón Þór, Arnþór, (svo einhver strákur sem ég þekki ekki), Hallfríður, Olla, Malla, (svo strákur sem ég get ómögulega munað hvað heitir, Halli nei...oh ég man ekki eftir honum á Laugum, en ég var að rökræða við hann um harðmæli og linmæli). Já, svo var Hulda náttúrulega og ég. Haha, þetta var fjör, en samt fannst mér ég alltaf þurfa að passa fólk... Æjh, ég er svo skrýtin. Svo komum við Hulda heim og fórum að sofa. Og hvað ætli mig hafi dreymt... ;)
Unnur Birna 12:48 #