laugardagur, júní 28, 2003
Ég fór í kynningarflugtíma um daginn hjá Ragnari F. Ragnars flugkennara (sem er hreint og beint frábær, æðislegur, skemmtilegur, fyndinn og bara nefndu það (eða hugsið bara um mig...))! Það var hreint og beint æðislegt og ég hreint og beint tók á loft og hreint og beint flaug í heilan hálftíma sjálf! Ég sat í flugstjórasætinu en hann við hið mér og við hreint og beint bulluðum og 'grínuðumst' alla hringina sem ég flaug. Ef ég væri ekki búin að segja 80 manns þessa sögu (með öllum smáatriðum) og skrifa 11 bls. um þetta í dagbókina mína, þá myndi ég (hreint og beint) með glöðu geði segja þetta allt saman hér líka, en þar sem ég hef þetta í dagbókinni minni þarf ég ekkert endilega að skrifa þetta hér. En ég ætla að reyna að fara í skólann og ná sólóprófi, (98.000) núna á ég 28% af þeirri upphæð, en þegar ég er búin að fá 10.000 kallinn fyrir að spila um daginn þá á ég 38%. Það verður vonandi ég meina, þetta reddast! En best að fara að gera fínt í eldhúsinu því það eru að koma gestir og pabbi er að spila í Grímsey.
Blz.
Unnur Birna 21:17 #