Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

laugardagur, maí 03, 2003

Tjá, langt er nú síðan ég skrifaði síðast. Þetta er alltsaman voða skemmtilegt. Mér finnst hrein snilld þessi skemmtilegu Austur-Evrópsku nöfn sem eru að verða æ vinsælli, sérstaklega meðal fiðluleikara. Þá ákvað ég að herma eftir stuttastuttömmu Huldu, Tatiönu Drejkanbow og Björk Karshinosowsku og gerast Unnur Zsjaikowska. Nafnið er dulítið líkt nafni Tsjhaikopsi en samt ekki eins. T.d. er W í stað P, Z í stað T og svona. Kannske ætti ég að bæta inn H-i þá liti þetta svona út: Unnur Zsjhaikowska. Eða Zshjaikowsa. Hvort er flottara? Jæja, en þetta er allt saman gott og gilt. "Þetta er ungt og leikur sér." eins og maðurinn sagði. Mikið er búið að gerast í húsaframkvæmdum á Helgamagrastræti, parketið er komið á allt húsið, uppi og niðri. Flygillinn skartar sínu fegursta í innstu stofunni, búið er að kaupa "blindunargardínur" fyrir 15000 kall og þægilegan (sjónvarps)sófa fyrir um 200.000 karl. Jújú, svo er einmitt verið að mála. Ég var inni í lokrekkjunni minni í dag að grunna, svona áður en ég mála allt appelsínugult. Mikil lykt var af þessu og má næstum því segja að þarna inni hafi farið fram mikið "sniff" reyndar alveg óviljandi og ó-viljandi. Þ.e.a.s. ég vildi ekki finna þessa fýlu. Ég gerði allt til þess að missa ekki þær fáu gáfuðu heilasellur sem í mér eru (eða, munar nokkuð um að nokkrar fari, ha??), setti ryksuguna í gang og notaði hana sem loftræstikerfi og batt trefil um andlitið á mér. Ég sá svona nookkurnveginn hvað ég var að gera, en ég átti erfitt með að anda... Svona já. Þetta var allt saman voða skemmtilegt. Pabbi er nú að spila fyrir aðal-aðdáendurna, fólkið frá Sólheimum í Grímsnesi. Jú, það er líka fólk frá fleiri svoleiðis stöðum, en þau eru eflaust alveg jafn yndisleg. Jæja, systir mín er í baði og ég verð að fara að syngja með henni. Takk fyrir að skrifa í gestabókina!! :o)

Unnur Birna 22:37 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG