þriðjudagur, maí 27, 2003
Humm... þetta blogg-bann mitt stóð bara yfir í viku. Ég man, sælla minninga, þegar ég sat hér fyrir framan tölvuna, fjólublá af reiði við tölvuna. En nú er hún búin að vera góð við mig í dag, ég er búin að sitja hér og læra Laxdælu fram og til baka, aftur á bak og áfram. Nú veit ég t.d. hver Guðrún Ósvífursdóttir er, Ólafur pá og svona. Svaka stuð. Hún er virkilega skemmtileg, þessi saga, þ.e.a.s. ef maður veit hvað er að gerast...
Stærðfræði var í gær. Prófið sko. Ég gat einbeitt mér vel og gat leyst dæmi sem ég hef aldrei á ævi minni getað leyst! ÞAÐ var gaman. Svo kom akkúrat sönnunin sem ég hafði lært svo vel. Heppni í það skiptið. Veit samt ekki hvernig mér gekk...
Franska á morgun og laxinn á föstudaginn. Systir pabba og eiginmaður hennar, mesti hrakfallabálkur í heimi - maðurinn sko, þau koma annaðkvöld. Svo kemur "litli" Bassi og Labbi, bróðir pabba um þarnæstu helgi og hjálpa okkur að mála húsið hvítthvítt. Bleh. En elsku dúllurnar mínar 2, Huldargh og Spritti, takk fyrir að lesa þetta :'(
Unnur Birna 21:28 #