föstudagur, apríl 04, 2003
Ó NEI!! Allt er búið! Síðasta Chicago-sýningin var í gærkvöldi. Hún tókst með yfirburðum vel og það var ótrúlega mikið fjör. Svo er lokapartý í kvöld. (fyrir frumsýningu talaði Haukur um ekkert annað en frumsýningarpartýið, og svo eftir partýið byrjaði hann að tala um lokapartý) múhaha. En allavega, ég sárvorkenni þeim sem ekki sáu Chicago. Aumingja þið. Þið misstuð af miklu. En, ég er að fara í undirleik fyrir prófið mitt á fiðluna sem ég á að taka eftir viku.
Baslat. :)
Unnur Birna 12:28 #