föstudagur, apríl 11, 2003
Miðstigsprófi mínu á fiðluna er lokið (því lauk í gær)!! Ég hef reyndar aldrei spilað jafn illa á prófi, en alltaf hef ég nú spilað illa, en þetta var það þá! C-dúr tónstiginn fór í klessu frá g-d (í stað a-ö) í brotnum hljómum, algert ógeð! Oh... En allavega, ég NÁÐI þó! Það sagði kennarinn minn allavega. Það var alveg milljón manns þarna inni (ég var uppi á sal tónó) og mér leið eins og ég væri að spila á stórtónleikum. En allavega, nú er systir mín að skipa mér að koma í leik þar sem ég á að vera nemandi hennar, hún er búin að búa til heila bók handa mér til að leysa. Hehe, ég var að kenna henni að setja X upp í jöfnu. T.d.
5 + x = 10 x = 10 - 5 x = 5
Hún var ekkert svo lengi að ná þessu, hún hélt því samt fram að hún gæti ekki lært þetta, en ég lét hana reikna endalaust svona dæmi alveg þangað til hún gat reiknað hærri tölur. (hún er í 4. bekk og þar er þeim ekki kenndar neinar reiknisaðferðir, fáránlegt). En nú verð ég að drífa mig áður en hún tryllist, nei... hún er bara í einhverjum fiskaleik núna. Ég tryllist samt bráðum. Ekki annað stresskast takk... Pabbi fór til Grímseyjar í dag því hann er að spila þar með Norðurbandalaginu (nýju hljómsveitinni hans) og við vorum að keyra niður í bæ, ég var búin að fá reiðiskast þegar ég fann ekki símann minn heima, svo var allt að verða of seint, ég átti að mæta í tónó og hann þurfti fyrst að fara í bankann. Svo vorum við að keyra í mesta sakleysi eftir einni götu sem ég man ekki hvað heitir, þá ætlar bara einn bíll að koma æðandi og skipta um akrein og bara klessa á okkur. Setti engin stefnuljós eða neitt. Ökuníðingar!!!!! Oh, nú er systir mín hún Dagný Halla að segja: "Oh, það er ekkert gaman þegar þú ert alltaf í tölvunni!" Ég verð víst að þóknast minni ástkæru litlu systur og fara til hennar.
Oj, hvað ég öfunda Ævar og bekkinn hans, 3. A, þau eru í Berlín núna. Ég man hvað það var gaman í Berlín...
En allavega (í svona 498354. skipti) Góða nótt!
Unnur Birna 23:34 #