Unnur fíólín
Somewhere, over the rainbow!
N ts n ts
Tyrklandsmyndir
Aðrar myndir
Dagný Halla
Eyþór
Auður Brá
Annalísa
Ísa-Dísa
Huldargh
Sunna
Sesselía
Theodóra
Hrafnhildur
Melkorka
Margrét
Steinunn
Auður
Sirrý
Jóna
Zoe
Ari
KIP
Olga
Keli
Ævar
Guðni
Andri Freyr
Andri Már
Rakel Kemp
Dagný Jóhanna
Kristín Helga
Þorleifur
Pétur Örn
Rígurinn
The Wedding!
Póllandsblogg
Ferðasaga frá Póllandi
Bekkurinn minn U-ið

Yeah, aha, aha
Flugheimur
Orðabanki
Veður
Boeing
Djangojazz
Robin Nolan Trio
George Washingmachine

Jáneineinei!



This page is powered by Blogger. Why isn't yours?

föstudagur, apríl 11, 2003

Miðstigsprófi mínu á fiðluna er lokið (því lauk í gær)!! Ég hef reyndar aldrei spilað jafn illa á prófi, en alltaf hef ég nú spilað illa, en þetta var það þá! C-dúr tónstiginn fór í klessu frá g-d (í stað a-ö) í brotnum hljómum, algert ógeð! Oh... En allavega, ég NÁÐI þó! Það sagði kennarinn minn allavega. Það var alveg milljón manns þarna inni (ég var uppi á sal tónó) og mér leið eins og ég væri að spila á stórtónleikum. En allavega, nú er systir mín að skipa mér að koma í leik þar sem ég á að vera nemandi hennar, hún er búin að búa til heila bók handa mér til að leysa. Hehe, ég var að kenna henni að setja X upp í jöfnu. T.d.
5 + x = 10 x = 10 - 5 x = 5
Hún var ekkert svo lengi að ná þessu, hún hélt því samt fram að hún gæti ekki lært þetta, en ég lét hana reikna endalaust svona dæmi alveg þangað til hún gat reiknað hærri tölur. (hún er í 4. bekk og þar er þeim ekki kenndar neinar reiknisaðferðir, fáránlegt). En nú verð ég að drífa mig áður en hún tryllist, nei... hún er bara í einhverjum fiskaleik núna. Ég tryllist samt bráðum. Ekki annað stresskast takk... Pabbi fór til Grímseyjar í dag því hann er að spila þar með Norðurbandalaginu (nýju hljómsveitinni hans) og við vorum að keyra niður í bæ, ég var búin að fá reiðiskast þegar ég fann ekki símann minn heima, svo var allt að verða of seint, ég átti að mæta í tónó og hann þurfti fyrst að fara í bankann. Svo vorum við að keyra í mesta sakleysi eftir einni götu sem ég man ekki hvað heitir, þá ætlar bara einn bíll að koma æðandi og skipta um akrein og bara klessa á okkur. Setti engin stefnuljós eða neitt. Ökuníðingar!!!!! Oh, nú er systir mín hún Dagný Halla að segja: "Oh, það er ekkert gaman þegar þú ert alltaf í tölvunni!" Ég verð víst að þóknast minni ástkæru litlu systur og fara til hennar.
Oj, hvað ég öfunda Ævar og bekkinn hans, 3. A, þau eru í Berlín núna. Ég man hvað það var gaman í Berlín...
En allavega (í svona 498354. skipti) Góða nótt!

Unnur Birna 23:34 #


Comments: Skrifa ummæli


Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com
Hybrid Genesis.com
Myndir: Stock.XCHNG