föstudagur, apríl 25, 2003
Jæja, ég hef ekki gert mikið af því að skrifa hér núna síðan á páskadag. En ég er að fara í leikhús í kvöld með ömmu á "Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur." Við amma höfðum það gott í fyrradag og röltum um bæinn heilan dag, fórum á Café Paris og hittum Þóru Karítas og töluðum heillengi við hana, rifjuðum upp gamla tíma á Laugum og svoleiðis. Svo í gær fór ég með Lydiu og Huldu í bíó á "Shanghai Knights" með Jackie Chan. Hann er alger snillingur. En nú ætlum við amma að fara niður í bæ aftur. Svo flýg ég á mínum englavængjum heim á morgun og fer að læra meira og æfa mig á fiðluna. Ég þarf að rifja upp margliður; deilingu þeirra, núllstöður og þáttun þeirra. Hehe, núllstöður margliða. Langafi minn var stærðfræðiprófessor og kenndi kennaranum mínum í verkfræðideild H-skólans. Svalt. Ég vildi að ég hefði fengið ÖLL stærðfæði- og gáfugenin í honum langafa mínum. :o)
Unnur Birna 13:27 #