mánudagur, apríl 14, 2003
Jæja, þá er pabbi farinn til Reykjavíkur á fund FÍH. Hann er nýkominn frá Grímsey að spila. En jæja, það getur enginn upp á því hver kom hér í fyrradag til að fá hljómborðið hans pabba lánað. KJARTAN VALDEMARSSON! Fyrir þá sem ekki vita hver það er, þá er það besti píanóleikari á Íslandi. Hann er uppalinn í Mosfellssveit en býr í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Hann kennir í FÍH, spilar undir hjá söngnemendum þar. Hann kemur alltaf hingað reglulega á sumrin og spilar jazz á "Heitum fimmtudegi" í Deiglunni. Hann er svo góður!! (á alla kanta) En já, við fengum húsið okkar á Helgavilbergsstræti, ég meina Helgamagrastræti afhent á laugardaginn var, þ.e.a.s. í fyrradag (þegar Kjartan kom inn í húsið mitt - hann spurði víst um mig í bílnum á leiðinni hingað, sagði pabbi mér!!) og í gær fengum við smá útrás og rifum gólfin af teppunum. Nei, teppin af gólfunum. Svo á að byrja að parketleggja allt núna. Svaka flott parket, olíuborinn ask (lítur út eins og mjólk hafi hellst niður á það og verið smurð um allt gólfið). En allavega. Veðrið er búið að vera frábært núna síðustu daga og við Dagný Halla skruppum í sund í gær. Þar sá ég Monsieur Örn Þór frönskukennara. Það er alltaf gaman þegar fólk er kátt. :o)
En allavega, ég er búin að fá að vita hvaða herbergi ég á að hafa. Það er lítið og ég reifst yfir því. Þá kom fullt af fólki og kom með milljón grilljón hugmyndir um það hvernig bergið ætti að vera. (ég er svolítil prímadonna svona eftir að ég var í Chicago, það fólk kannast aðeins við það...) Svo kom eins niðurstaða þar sem allir voru sammála um. Ég var í sundi meðan þetta mál var rætt, en svo kom ég og þá sögðu þau mér frá hugmyndinni. Sko:
Að hafa svona lokrekkju! Þannig að sagað er bogadregið gat á vegginn yfir í geymsluna, sem breytist í herbergi. Svo verður ljós inni og útvarp og rúm og bókahillur. Svo þarf maður ekki (lengur) að búa um rúmið sitt, maður dregur bara fyrir! Ég var að hugsa um að hafa svona indverskt drasl sem hangir niður úr loftinu fyrir gatinu. Eða bara tjald eitthvað... JÁ! Ég fékk hugmynd um leið og ég skrifaði "tjald." Að hafa svona leikhústjald!! En SVALT. Jæja, ég ætla að fara að deila þessari líka æðislegu hugmynd með öðrum fjölskyldumeðlimum. Bæjó! :o)
Unnur Birna 14:37 #