
laugardagur, apríl 05, 2003
Jæja, aldrei þessu vant er ég heima hjá mér. Reyndar fór ég niður að sjó í dag með mömmu, Dagnýju Höllu, Svölu og Tótu. Við fórum alla leið til Grenivíkur á flotta jeppanum hennar Tótu. Það er svo róandi að horfa á hafið í logni. Litlar öldur koma með reglulegu millibili sökum aðdráttaraflsins og gefa frá sér mest róandi hljóð í heimi (að malinum undanskildu). Oh, þetta er yndislegt. Það er eitthvað dásamlegt við hafið, það hefur róandi áhrif og þegar maður horfir eftir því þá finnst manni maður getað gengið á því. Sólin hnígur til viðar og slær fallegri birtu yfir allt, himininn tærblár með nokkrum skýjaslæðum sem læðast um loftin. Ferska sjávarloftið líður um vanga manns og hugur manns tekur flugið. Til sævarins. Svo finnur maður steina og skeljar og fyllir vasa sína af hnullungum. Svo beygir maður sig niður (með Alexandertækni) og sullar aðeins í köldu vatninu með höndunum svo stendur maður upp og lætur vindinn leika um hárið og horfir dreyminn eftir hafinu.
En ég skal hætta þessu nöldri, ég er alveg að missa mig hérna.
Góða nótt.
Unnur Birna 22:18 #

