mánudagur, mars 31, 2003
Sælt veri fólkið! Ég sé að það hafa fáeinir litið við á þessu plaggi mínu meðan ég var ekki niðri á jörðinni. Ég var sem sagt búin að gleyma því að ég ætti blogg og hef ekki skrifað í hundrað ár. Úbbúsía. Já, og svo hef ég heldur ekki haft tíma til að gera nokkurn skapaðan hlut en að leika í Chicago. Ég var að læra í fyrsta sinn áðan í hálfan mánuð, og hvílík nautn!!! Það var svo gott að finna gáfurnar streyma í stríðum straumum aftur inn í hausinn á sér. Ég hef heldur ekki komist í tölvu í hundrað ár, fyrir utan það að ég var veik í heila viku, vikuna fyrir frumsýninguna. Ó hvað það var eitthvað skemmtilegt, eða þannig. Svo þurfti Ævar að verða veikur í frumsýningarvikunni. Æði. Anna Katrín varð líka veik í lok minnar viku. 3 aðalleikarar eru þá búnir að vera veikir... Týpískt, maður hefur ekki verið veikur að ráði í allan vetur, en svo akkúrat þegar á að byrja að sýna Chicago, þá verða allir fárveikir og missa raddirnar... Ojjj.
En, nú eru allar raddir komnar aftur (misfallegar samt) en ALLIR að mæta á CHICAGO, hvort sem ykkur líkar vetur eða berr, ég meina betur eða verr. Góða nótt. (hehe, fyrsti apríl á morgun, hvað á ég að gera af mér?!"
Unnur Birna 23:03 #