mánudagur, mars 17, 2003
OHOHOh, ég er lasin. Ég hef engan tíma til þess! Þetta má ekki gerast! Ég er búin að liggja eins og klessa í rúminu mínu í 9 klukkutíma síðan í morgun, ef ég tek nóttina með, þá eru það orðnir 16 klukkutímar!! Til einskis! Ég get þó huggað mig við það að ég gat ómögulega gert nokkurn skapaðan hlut, ekki lesið, ekki sungið, ekki spilað, ekki skrifað. Ég get eiginlega ekki skrifað þetta núna, en ég fór á fætur því mamma er að lenda núna á Akureyri. Reyndar spurði pabbi mig þegar ég kom fram úr hvort ég væri brjáluð... skrýtið að hann sé ekki löngu búinn að fatta það... Hey! Mamma er komin!
Unnur Birna 16:41 #