miðvikudagur, mars 05, 2003
Nú hef ég ekki skrifað í lengri tíma. Það skiptir heldur engu ananas máli. Ég er að fara í tónó þótt að það sé ösku(r)dagur og það sé frí. Það er kammer. Við eigum að spila lag á Þorgerðartónleikunum sem eru á laugardaginn klukkan fjögur eða eitthvað svoleiðis. Svo er Chicago æfing klukkan fimm á eftir. Ég verð að fara að borða, annars matar móðir mín mig.
Ég þakka báðum lesendum bloggs míns fyrir að nenna að lesa það. Bráðlega skrifa ég svo pistil um orðið blogg sem er bæði ljótt og leiðinlegt orð. En það er svipað og orðið plagg, nema hvað að það er ekki fráblásið varamælt hljóð í blogg (þ.e.a.s. b-ið) En þetta kemur fljótlega. Bless.
Unnur Birna 14:31 #