
sunnudagur, mars 09, 2003
Æ, nú finnst mér allt vera ömurlegt. Ég fæ núna tilfinninguna um það að ég komist ekki yfir neitt af því sem ég er að gera. Ég á eftir að lesa svo mikið í hinu og þessu, læra konsertinn minn og sónötuna utanað, læra textann minn í Chicago, velja lög til að spila á tónleikum og fleira og fleira og fleira og fleira. HJÁLP. Takk Ævar minn, það er alltaf gott að vita af einhverjum sem er alltaf tilbúinn að tala við mann ef eitthvað bjátar á.
Fyrir rúmri viku sá ég smá ljóstýru úti í myrkrinu. Það virtist vera lítið kerti. Fyrir akkúrat viku logaði sem mest á því, en fyrir nokkrum dögum varð ljósið svo lítið og í gær held ég að það hafi alveg slokknað. Kannske ekki alveg, en kertavaxið í kringum kveikinn er alveg að kæfa ljósið. Það þarf að hella kertavaxinu smám saman af svo að ljósið geti náð sér á strik.
Hér eftir hef ég einsett mér að tala/skrifa í myndlíkingum.
Unnur Birna 18:01 #

