
þriðjudagur, mars 11, 2003
Jæja, ég hef aldrei komið jafn snemma heim eins og núna (alla vegana ekki á þriðjudögum). Yfirleitt kem ég heim um 21.00.
Jæja, en það var Chicago rennsli í dag og svo fór ég í sjónvarpsviðtal. "Ég er stjarna!" (9. atriði bls. 54, lína 13 í Chicago) Ölli og Svala eru með þátt á Aksjón og þetta kemur þar. Sniðugt. En, hvað maður getur nú bullað í þessum viðtölum (sjá, ég er alltaf í útvarps- og sjónvarpsviðtölum... ;o) þvílíka ruglumbullið sem kemur upp úr manni maður/kona. ("Rugl og drasl í þá og þú heimsfrægð munt ná..." *klikk* *klikk*) - bls. 105, síðasta lína.
En jæja. Það mesta HNEYKSLI í sögu MA er þetta svokallaða "karlakvöld" og svo aftur "konukvöld." Þetta er fáránlegt. Þessir karlapar geta ekki verið án þess að horfa á konu. Að leyfa svonalagað innan skólans. Svo er bara mesta niðurlæging veraldar, að DANSA eða SÝNA líkama sinn í BIKINÍI fyrir KARLMENN! Hver leggst svo LÁGT? Ég bara spyr, maður kemst ekki lengra niður í skítinn og drulluna. Fáránlegt. Algert hallæri.
Jæja, mamma er að fara til Reykjavíkur á morgun og svo fara þær amma til Prag á miðvikudaginn. Í brúðkaup sem verður á torginu í Prag. (Tékkland) VÁ!! Hvað foreldrar mega gera án barna sinna...
Jæja, pabbi þarf að hringja og verð ég nú að hætta skriftum.
Unnur Birna 20:25 #

