laugardagur, mars 08, 2003
Já, þar sem orðið blogg er komið af "web-log," sem er ekkert skárra, þá nenni ég ekki að halda þennan auglýsta fyrirlestur sem ég var búin að gera ráð fyrir að skrifa hér á þetta plagg. (plagg => blogg). Nema hvað að ég var að spila á hinum víðfrægu og afar frábæru Þorgerðartónleikum í dag. Báðir tónleikagestirnir mættu vel og stundvíslega og létu vel meðan á tónleikunum stóð. Það var nú sérdeilis ánægjulegt. Eða það fannst mér að minnsta kosti og stærsta líka. Svo á að renna yfir Chicago á morgun og núna nenni ég ekki að skrifa meira. Ævarandi ást og umhyggja.
Unnur Birna 22:28 #