föstudagur, mars 21, 2003
Góðan daginn. Ég ætla að byrja á því að svara spurningu sem skrifuð var í gestabókina mína. Hún hljómar svona:
"Ferðu bara í tölvuna og bloggar þegar þú ert í vondu skapi?" Sko, það er nokkuð til í þessu hjá þér. En mér finnst ólýsanlega gaman að sjá að einhver les þetta rugl mitt hér. Ég gæti svararð spurningunni á marga vegu:
"Ég er alltaf í vondu skapi." (það er bara ekki rétt)
"Já." (það er ekki alveg rétt heldur)
en réttasta svarið er:
"Þegar ég er lasin þá fer ég ég vont skap og það er ógeð að vera veikur. Maður má ekki fara neitt eða gera neitt. Fúlt." (en í þessu svari er ég aftur orðin leiðinleg og komin í vont skap) Allavega, þá pirrast ég stundum svolítið mikið þegar ég fer í tölvu. Eh... Þannig að áður en ég hendi tölvunni í fimmta sinn út um gluggann í þessari viku, þá ætla ég að hætta.
Takk aftur, þeir sem lesa þetta.
Unnur Birna 13:03 #