mánudagur, febrúar 03, 2003
Jæja, ARGHIÐ (Hulda) er reddari reddaranna. Takk æðislega. En ég vil endilega breyta gestabókinni minni. Ég er komin með nýjan stíl. Þessi bleiki litur er alveg skelfilegur. Geturðu reddað því baslat?
En þannig að umm, fyrsti skóladagurinn var í dag. Afar skemmtilegt. Nei, í alvöru! Það var gaman að sjá suma kennarana (suma=sá bara suma :) og flesta krakkana (flesta=sá bara flesta ;)
Svo var ég að æfa mig á fiðluna með þessum heilhveitis taktmæli. Hann herðir annaðhvort á eða hægir!! Ég þoli þetta ekki! Það þolir enginn taktmæli. Ekki allir a.m.k. Uh, ég verð að ná þessum sextándupörtum jöfnum, ég komst svo að því að það var ég sem gerði þá ójafna, þess vegna var taktmælirinn svona taktlaus. Oh, ég nenni ekki að skrifa meira. Ég er með sextándupartana í hausnum núna og þarf þess vegna að skrifa í takt, ég ætla að ná í taktmælinn.
Unnur Birna 17:01 #