föstudagur, febrúar 14, 2003
Já, það er víst valentínusardagur í dag. Ég fattaði það ekki, eins og svo margt annað ekki, en ég fékk jú afar vinalega kveðju í tölvupósti frá Indverja sem ég skrifaðist á við á tölvuformi í sumar. Já, já, hann sagðist elska mig og var eitthvað að bulla og ég drapst úr ógeði og varð líka reið og óskaði þess heitt og innilega að ég hafði aldrei látið hann hafa addressuna mína. Ég meina það! Eru allir strákar svona, verða ástfangnir án þess að hitta viðkomandi?? HVURSLAGS!
Jæja, hvað um það. Ég nenni ekki að vera í þessum tölvuansa lengur.
Bless. (sagt frekjulega)
Unnur Birna 21:44 #