fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Hulda, takk fyrir að hughreysta mig, en mér líkar samt ekki að fólk ljúgi að mér... Þú ert samt sem áður best.
Já, á mánudagskvöldið sl. og nóttina lá ég uppi á flygli og þóttist syngja það sem ég söng fyrr um kvöldið. LMA var að taka upp atriði úr Chicago sem verður sýnt í kvöld í Gettu Betur. Aðhyglisvert ekki satt? Þetta er ágætis myndband. Þetta tók samt svolítið á, þótt margir vilja halda að ekki hafi verið mikið mál að liggja uppi á flygli og hreyfa varirnar... Sko, ég var í mjög hættulegum kjól, sem ýmist fór upp eða niður á stöðum þar sem hann átti ekki að fara upp eða niður, ef einhver veit hvað ég á við. Það er hægt að horfa í kvöld! Já, svo er mikið framundan en ég nenni ekki að skrifa það hér.
Unnur Birna 14:16 #