laugardagur, febrúar 08, 2003
Þetta kórpartý var fyndnasta partý sem ég hef farið í (reyndar hef ég bara farið í þrjú partý) en það er svo fyndið að sjá sumt fólk þegar það hefur verið að drekka. Það er allt öðruvísi! Ég drekk sko ekki og ætla aldrei að gera það. En ég get sagt það að maður skemmtir sér helmingi meira þegar maður hefur ekki drukkið neitt og horfir svo á hina vera drukkna og segja eitthvað bull, en maður veit að maður sjálfur á ekki eftir að gera sig að fífli! Horfir bara á hina! Hehe... Maður getur gert hvað sem er fyrir framan drukkna fólkið, eða ekki drukkna, og veit að það man ekkert eftir því (allavegana ekki skýrt) daginn eftir. Eða ég veit ekki, ég hef aldrei drukkið neitt áfengt. ÁFENGI SUCKS! En það er svo gaman að hlæja að ruglinu sem fólk segir, ég er ennþá að drepast úr hlátri af því sem einn strákur var að rugla! hahahahahaha... Svo verður fólk meira kammó einhvernveginn og vill vera MJÖG nálægt manni. Hehehe. Hehehe. Hehehe.
Þetta var fjör. Svo var spilaður djass í hinum enda hússins. Það var skemmtilegt. En svo var fólk aðeins að pína mig... frændi minn og vinkona mín. Uh, þau eru glæpamenn. Fóru með mig inn á bað og voru að tala við mig um ákveðið mál og hringja í ákveðinn aðila og e-ð rugl. Drógu mig og Korku svo um allt hús og voru e-ð að bulla. Svo loksins þegar við sluppum frá þeim þá tók nýr kafli við... hehehe. Þetta var alltsaman mjög ævintýralegt, ég hef aldrei lent í neinu slíku. En það sem best var að ég var með fullu viti, jæjts er ekki hægt að orða þetta öðruvísi... ég vissi allavegana alveg hvar og hver ég væri, en var fólk sem vissi ekki einu sinni að það væri í partýi. En best er að vera alveg HREINN og BEINN eins og TEINN. Og goodbye.
Unnur Birna 16:18 #