föstudagur, febrúar 21, 2003
En týpískt! Ég var að spila með pabba í háskólanum áðan. Það var ráðstefna fyrir framhaldsskólakennara. Og hvað þýðir það? Jú, að allir kennararnir mínir voru þarna! Að vísu ekki allir, en meiri hlutinn alla vegana. Uh, það gekk samt vel og ég ætti ekki að sjá neitt því til fyrirstöðu að spila fyrir kennarana sína...
Anyway þá ætla ég að fara að taka bækurnar mínar af borðinu svo við getum lagt á það og síðan borðað. :o)
Unnur Birna 19:43 #