sunnudagur, janúar 12, 2003
Vitið hvað var það fyrsta sem ég fékk að frétta í morgun?! Inga Bergdís, 4 ára frænka mín hringdi og sagði að barnið hefði fæðst á afmælisdaginn hennar Unnar. Ég botnaði hvorki upp né niður til vinstri eða hægri, en var mjög glöð (óborganlegir leiklistarhæfileikar mínir ;o) en svo sagði hún: ,,Viltu tala við ömmu og afa?" Ég sagði já og ég heyrði að Stína, systir pabba kom í símann og sagði mér að Gunnsi (sonur hennar) og Ylfa (konan hans) hefðu eignast stelpu klukkan hálf tólf, 11. janúar. (23:30) Klukkutíma eftir að ég fæddist!!
Ég varð himinlifandi! Afmælisgjöfin mín!
Nú verð ég að fara og reyna að koma mér niður á jörðina eftir þessar fréttir, óskið mér til hamingju!!
Uppáhaldsfrænka allra, manneskjan sem á afmæli 11. janúar, daginn sem allir keppast um að fæða ormana á,
Unnur Birna :oD
Unnur Birna 19:36 #