miðvikudagur, janúar 08, 2003
Halló. Ég var aftur að koma af Chicago æfingu og úr tónlistarskólanum. Ég á að taka 5. stig á fiðluna núna fyrir páska. Eins gott að vera dugleg að æfa sig! Svo eru prófin að skella á. Á morgun er dönsku hlustunarpróf, hinn er jarðfræðimyndapróf. En svo byrja aðalprófin. Á mánudaginn. brsszzzzzz...
Nú er þessi heilhveitis tölva eitthvað hægvirk og vill ekki opna neitt nema bara á milljón árum. Þegar ég get loksins lesið póstinn minn þá verður komin ný útgáfa af tölvum þannig að maður getur bara hugsað e-ð og þá framkvæmir tölvan það. Þá getur maður reynt að hugsa hratt. Eða... verður jörðin kannske búin að þurrkast út? Sólin mun eflaust gleypa hana einhverntíman...
En ég nenni ekki að vesenast meira í þessu tölvuskrípi og hætti bara.
Búið og bless.
Unnur.
Unnur Birna 20:50 #