sunnudagur, janúar 05, 2003
Halló. Það er nú blessuð blíðan, ha! Skólinn byrjar á morgun, jibbí, amma og afi fóru aftur heim á Selfoss í gær og Hulda vinkona mín fór heim í Kópavoginn áðan. Núna eru Helga Mattína og Donald hjá okkur. Jej. Ég hef nákvæmlega ekkert meira að segja, og veit ekki hvað ég á að bulla meira.
"Gamli Nói, gamli Nói keyrir kassabíl.
Hann kann ekki' að stýra
brýtur alla gíra.
Gamli Nói, gamli Nói, keyrir kassabíl."
Það má geta til þess að ég sá alltaf fyrir mér gamlan, grænan Land Rover jeppa sem gamla Nóa, þegar ég var yngri.
Takk fyrir og veriði sæl.
Unnsa.
Unnur Birna 19:21 #