laugardagur, janúar 25, 2003
Halló! Getið hvar ég er! Ég er á þeim yndislega, fábæra og skemmtilega stað SELFOSSI. Ég er hjá ömmu og afa. Ég kom með rútunni áðan
það var mjög fínt. Ég hlustaði á Natalie Cole alla leiðina, en er núna að hlusta á Pottþétt djass. Norah Jones var að enda lagið sitt vinsæla sem ég er að fá æði fyrir. Nú er er Stan Gets að syngja. Þetta er ótrúlega góður diskur, Ella Fitz., Billy Holiday, Nat King Cole og fleiri. Frábært alveghreint. Ég kom í gær og fór til Huldu. Æj, já, ég gat ekki hringt í þig í dag Hulda mín, fyrirgefðu! Ég ruddist með henni til vinkvenna hennar og kynntist þeim aðeins. Voða fínar stelpur.
Svo kom Inga Þóra, föðursysturdóttir mín, og sótti mig og ég gisti hjá henni í yndislegu íbúðinni hennar við Sörlaskjól. Það er svo góður andi í húsinu hennar, og ég sá meira að segja kött sem sniglaðist þar um. (reyndar var hann ekki áþreifanlegur þannig að ég gat ekki klappað honum...) En íbúðin hennar er eins og íbúð í París, fyrir utan það að maður horfist í augu við Ólaf Ragnar Grímsson (forseta Íslands) á Bessastöðum hinu megin við fjörðinn, frábært útsýni alveghreint. Við töluðum saman í næstum því allan morgun, alveg frá hálf ellefu til eitt. Ég hafði fyrst hugsað mér að fara með hálfeitt rútunni austur, en sá möguleiki fór bara sjálfur fyrir bý. Það var gott, því við Inga gerðumst afar franskar (kartöflur) og fórum niður á Laugaveginn og röltuðum þar um og svo fórum við í plastbúð og sáum frönsku kápuna okkar og svona slá, við bara keyptum þetta á 3500 kall!
Svo fór ég með rútunni á Selfoss og hér er ég!
Unnur Birna 20:22 #