þriðjudagur, janúar 14, 2003
Hæ, ég var að koma af hljómsveitaræfingu. Ég fékk að leika konsertmeistarann því konsertmeistarinn sjálfur mætti ekki á svæðið. Við vorum að lesa nú lög, m.a. lag úr Harry Potter. Það hljómaði svona:
daaa, daaa dadda daaa daddadadda daaaaaaa ...
Man ekki alveg hvað kom svo, en á eftir því kom:
da da da da daaaa dadda dadada
svo endaði það svona:
-da--da
Það var dálítið gaman að spila það. Annars þá vorum við Korka að reyna að læra fyrir dönskuprófið sem á að vera á morgun. Það gekk ekkert alltof vel, því þegar maður er að læra í hljóðfæraflóði, þá getur maður ekki annað en hætt að læra og farið að spila. Hún var líka með víóluna sína og við prófuðum að spila Sónötu í F-dúr eftir Händel, við eigum sko að spila hana saman í röddum, en við tókum upp á því að spila hana í fimmundum (þá spila ég t.d. á e-streng en hún á a því það er hæsti strengurinn á víólu) og það hljómaði svo fáránlega að við drápust mörgum sinnum úr hlátri. "Händel sónata í íslenskri útsetningu" (Íslendingar eru frægir fyrir 5unda lögin sín) Já, svo bara gerðist ekki neitt meira í dag. Vonandi verður dagurinn á morgun viðburðarríkari, ég held samt ekki því ég ætla að lesa lesa og lesa.
Takk fyrir og veriði sæl.
Unnur Birna Björnsdóttir, konsertmeistari í einn og hálfan tíma.
Unnur Birna 20:35 #